top of page
Search
atlithora

Eru fæðubótarefni nauðsynleg?

Updated: Nov 5, 2023

Þetta er spurning sem fleiri ættu að huga að og leita svara við. Alltof margir gleypa við öllu sem þau heyra og túlka sem sannleika eða lausn án þess að hafa kynnt sér hlutina. Ég ætla segja ykkur mína skoðun á fæðubótarefnum.


Fæðubótarefni eru yfirleitt gagnleg ef: 1. Markmiðin eiga við 2. Þjálfunin á við 3. Skortur er á orku & næringarefnum


Markmið

Ef þú ert að íhuga að neyta fæðubótarefna þarfu að vera viss um að þú sért að velja fæðurbótaefni sem hjálpa þér að ná markmiðum þínum og að það sé búið að sanna að eftirfarandi efni hjálpi til við að gera það. Ekki fara á Youtube eða vefsíðu fyrirtækisins til að komast að því. Vertu viss um að heimildirnar sem þú skoðar eru hlutlausar. Dæmi, langhlaupari eða þríþrautar iðkandi hefur ekkert að gera við creatín fæðubót eða massgainer.


Þjálfun

Hvernig ertu að æfa? Hversu lengi og af hvaða ákefð? Í stuttu og einföldu máli er reglan yfirleitt sú að því meira sem þú æfir og því meira álag sem er á líkamann, því meiri líkur eru á að ákveðin fæðubótarefni munu gagnast þér.


Næringar- og orkuþörf

Næringar- og orkuþörf þín er það sem skiptir hvað mestu máli uppá það hvort þú þurfir í raun á fæðubótarefnum að halda. Næringar- og orkuþörf ræðst af ákefð og lengd æfinga. Ef þú veist að þú ert að fá næga orku og næringarefni eru nánast engar líkur á að þú þurfir á fæðubótarefnum að halda til að bæta árangur þinn frekar. Þó eru til undantekningar á þessu eins og t.d. creatín notkun og kolvetnanotkun á æfingu.


Borðaðu mat!

Eftir að hafa útskýrt ofangreindu þætti, þá ættu fæðubótaefni aldrei að koma í staðein fyrir venjulegan mat! Besta og hollasta næringin er alltaf úr mat. Fæðubótaefni eru hjálpartæki, ekki eitthvað sem á að nota til að leysa mat af.

171 views0 comments

Comments


20220716_135040_edited.jpg

Ef þú vilt ná meiri árangri, hvort sem það er í styrk, snerpu, útahaldi eða framkvæmd æfingaáætlunar, þá bíð ég upp á fjarþjálfun þar sem ég bý til æfingaprógram sérsniðið að þér. Þú færð einnig næringarráðleggingar, hugræna þjálfun og eftirfylgni. Smelltu á “skrá mig” hnappinn hér fyrir neðan og fylltu inn upplýsingarnar sem beðið er um.

Ef þú vilt fá fleiri æfingaráðleggingar og tips um hvernig þú getur bætt úthald, styrk, snerpu og næringu skráðu þig þá á póstlistan neðst á síðunni

 

Heyrumst!

Atli Thorarensen: íþrótta & heilsufræðingur

bottom of page