top of page
Search
atlithora

Hver er besta leiðin til að losna við aukakílóin?

Updated: Sep 9, 2023

Þú hefur eflaust heyrt að það sé einhver sérstök leið sem er best til að skafa af aukakílóin. Ég veit ekki með þig en ég hef allavega oft í gegnum tíðina heyrt að til að skafa af fituna séu “brennsluæfingar” og sviti málið. Ef þú ert að pæla hvað brennsluæfing er þá er það lágákefðar cardio á t.d. hlaupabretti, stigavél, hjóli o.þ.h. yfir lengri tíma. Mig langar að útskýra af hverju ég er ekki beint sammála þessari aðferð.


1) Í fyrsta lagi hefur fitubrennsla ekkert að gera með hversu mikið þú svitnar. Ef þú ferð í heitt gufubað brennur þú ekki meiri fitu en að taka hrottalega æfingu í köldu umhverfi.

2) Vissulega eru lágákefðar úthaldsæfingar góðar og heilsusamlegar fyrir þig, sérstaklega fyrir hjarta- og æðakerfið og ég ráðlegg og set upp æfingaáætlanir með lágákefðar cardio fyrir suma iðkendur mína. Hins vegar er það ekki endilega besta leiðin til þess að losa sig við aukakílóin.


Skilvirkasta leiðin samkvæmt rannsóknum

“Hver er þá besta leiðin?” Samkvæmt nýjustu rannsóknum er besta leiðin til þess að vinna bug á aukakílóum og bæta líkamssamsetningu svokallaðar HIIT (High Intensity Interval Training) æfingar. Þær virka þannig að þú ert með æfingar þar sem þú vinnur af hámarksákefð samhliða æfingum þar sem þú vinnur af lægri ákefð, með engri pásu á milli. Ég gæti farið dýpra í hvernig og afhverju HIIT hefur þessi áhrif en það er efni fyrir annan fræðslu póst.


Dæmi um HIIT æfingu væri t.d. að klára eins margar umferðir og þú getur af eftirfarandi æfingu á 20 mín


1. Hámarksákefð á airbike í 15 sek

2. Skokka 300 metra

3. 10x overhead hnébeygjur með 70%+ af 1RM

4. Skokka 300 metra

5. 10x overhead press með 70%+ af 1RM

6. Skokka 300 metra

7. 20x Kassahopp

Mín skoðun

Hver er mín skoðun? Mín skoðun er aftur á móti aðeins öðruvísi. Þó svo að rannsóknir hafi sýnt þetta þá er ég á þeirrar skoðunar að ein besta leiðin til að vinna bug á aukakílóum og bæta líkamssamsetningu sé hreyfing þar sem þú brennir fleiri hitaeiningum en þú neytir yfir daginn. Það skiptir ekki öllu máli hvernig hreyfingin er en mikilvægt er að þér finnist hún almennt skemmtileg svo að þú sért líklegri til að stunda hana reglulega, yfir langt tímabil. Ef þú stundar líkamsrækt einungis með það að markmiði að komast í gott form en finnst æfingarnar sem þú gerir alltaf drep leiðinlegar þá er líklegt að árangurinn muni aðeins vera til skamms tíma.


Ef þú ert með fleirri spurningar varðandi HIIT þjálfun sendu mér skilaboð með því að smella á rauða flipann í neðra hægra horninu. Ef þú vilt fá æfingaáætlun fyrir slíkar æfingar smelltu þá á skrá mig takkann hér fyrir neðan.

614 views0 comments

コメント


20220716_135040_edited.jpg

Ef þú vilt ná meiri árangri, hvort sem það er í styrk, snerpu, útahaldi eða framkvæmd æfingaáætlunar, þá bíð ég upp á fjarþjálfun þar sem ég bý til æfingaprógram sérsniðið að þér. Þú færð einnig næringarráðleggingar, hugræna þjálfun og eftirfylgni. Smelltu á “skrá mig” hnappinn hér fyrir neðan og fylltu inn upplýsingarnar sem beðið er um.

Ef þú vilt fá fleiri æfingaráðleggingar og tips um hvernig þú getur bætt úthald, styrk, snerpu og næringu skráðu þig þá á póstlistan neðst á síðunni

 

Heyrumst!

Atli Thorarensen: íþrótta & heilsufræðingur

bottom of page