top of page
Search
atlithora

7 Ástæður afhverju þú ættir að borða trefjaríkan mat

Updated: Sep 13

Þegar það kemur að trefjum, þá vita flestir að skynsamlegt sé að leggja meiri áherslu á að borða trefjaríka fæðu, og að trefjarík fæða stuðlar að heilbrigðri líkamsstarfsemi. En margir vita ekki endilega afhverju. Afhverju eru trefjar mikilvæg? Mögulega er það ástæðan fyrir því að fólk leggur ekki áherslu á trefjar.


Í þessum pósti ætla ég að nefna 7 atriði afhverju þú ættir að leggja meiri áherslu á að borða trefjaríka fæðu.


Heilbrigð þarmaflóra

Trefjar virkar sem næringarefni fyrir bakteríurnar í ristlinum sem gegna ýmsum mikilvægum hlutverkum. Hlutverk eins og m.a. bætt melting og efnaskipti, sterkara ónæmis og taugakerfi.

Þegar þú borðar nóg af trefjum ásamt fjölbreyttum tegundum þeirra ertu að gefa þessum bakteríum þá næringu sem hún þarf til að byggjast upp og styrkjast.


Eykur og lengir seddu

Ólíkt öðrum næringarefnum þá meltast trefjar ekki og nýtast þess vegna ekki í efnaskiptum. Trefjar geta því ekki breyst í fitu eins og önnur næringarefni gera. Trefjar virka því sem nokkurskonar magafylli sem eykur seddu.


Jafnari blóðsýkur

Trefjar gera það að verkum að kolvetnin í fæðunni frásogast hægar og verður því stöðugri. Aukinn stjórn á blóðsykri getur hjálpað við að koma í veg fyrir sykursýki af týpu 2.


Heilbrigðar hægðir

Með bættri meltingu þá verða hægðirnar heilbrigðari. Trefjar koma því í veg fyrir hægðatregðu auk annara meltingavandamála og alvarlegum sjúkdómum því tengd eins og ristilskrabbameini. Of miklar trefjar geta hins vegar haft neikvæð áhrif á meltingu.


Langlífi

Rannsóknir hafa sýnt tengingu milli trefja inntöku og líkur á ýmsum lífsstílssjúkdómum. Sjúkdómar sem ég nefndi hér fyrir ofan eins og sykursýki af týpu 2, ristilskrabbameini auk annara tegunda krabbameina.Trefjar hafa líka góð áhrif á hjarta og æðaheilsu með því að m.a. lækka kólesteról, blóðþrýsting og bólgumyndun.

22 views0 comments

Comments


20220716_135040_edited.jpg

Ef þú vilt ná meiri árangri, hvort sem það er í styrk, snerpu, útahaldi eða framkvæmd æfingaáætlunar, þá bíð ég upp á fjarþjálfun þar sem ég bý til æfingaprógram sérsniðið að þér. Þú færð einnig næringarráðleggingar, hugræna þjálfun og eftirfylgni. Smelltu á “skrá mig” hnappinn hér fyrir neðan og fylltu inn upplýsingarnar sem beðið er um.

Ef þú vilt fá fleiri æfingaráðleggingar og tips um hvernig þú getur bætt úthald, styrk, snerpu og næringu skráðu þig þá á póstlistan neðst á síðunni

 

Heyrumst!

Atli Thorarensen: íþrótta & heilsufræðingur

bottom of page